“Opnaði augun fyrir því hversu mögnuð ég er í raun og veru og að maður þarf að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig”

Langar þig að dvelja dýpra í þér og tengjast náttúrunni dýpra?

Læra meira um sjálfan þig í gegnum ævintýri og undur hjartans?

Dvelja í tímaleysi og tengingu í náttúrunni?

Þann 11. maí hefst ÆVINTÝRA HJARTAÐ náttúru upplifanir með áherslu á tengingu og hjartaopnun í náttúrunni.

Förum í tvær náttúruferðir þar sem við byrjum ævintýrið í úti seremoníum og hugleiðslu, með hjartað opið höldum við í enn meira ævintýri með landinu í létta göngur, fossaböð á leyndum stöðum, eldathafnir og fleira.

Náttúran getur verið okkar stærsti kennari og spegill. Í þessum ævintýrum ætlum við að opna á þessa tengingu dýpra í tímaleysi og núveru.

ÆVINTÝRA DAGAR OG ATHAFNIR

ÆVINTÝRI Á ÞINGVÖLLUM laugardaginn 11. maí KL. 12 - 19

ÆVINTÝRI Í HVALFIRÐI laugardaginn 8. júní KL. 11 - 18

Mig langar að bjóða þér að stíga inní undraheim með mér.

Þetta er ekki hefðbundið námskeið eða hin típíska náttúruferð. Hér er áfangastaðurinn tímaleysi og tenging.

Þetta er vettvangur fyrir þig að kynnast þinni eigin náttúru á öruggan, fallegan og heilagan máta.

Ferðumst dýpra inn í hjartað okkar og innri náttúru í gegnum ævintýri, athafnir og meðvitaða tengingu með stórkostlega og heilaga landinu okkar.

Náttúran er öflugur spegill og kennari og þegar þú ert tilbúin/nn að læra af henni kennir hún þér hvað það er að elska skilyrðislaust og vera allt sem þú ert.

Hér færð þú tækifæri, tól og leikvöll til að rækta þína tengingu við náttúruna og opna hjartað þitt fyrir henni.

Leggjum sérstöka áhersla á hjartað, meðvitaða tengingu og leik við náttúruna.

Vinnum með Ceremonial Grade Cacao fyrir hjartað og tengingu.

Cacao styður við hjartaopnun og tengingu. Lærum meira um þessa öflugu plöntu og hvernig við getum unnið með henni í daglegu lífi. Í hverju ævintýri byrjum við í athöfn, í þökk og bæn og þannig höldum við inní enn meira ævintýri hjartans.

Við munum iðka öndun, gera tengingar æfingar, dvelja í þögn, syngja og leika saman.

Gefum rými fyrir innra barnið, leikgleðina og okkar sönnu náttúru.

Þetta námskeið er tækifæri fyrir þig að brjótast út úr gömlum vana og hegðunarmynstum.

Í örvandi og hröðu samfélagi er nauðsynlegt að staldra við og róta sig dýpra í kjarnann. Hér skoðum við hvernig lífið hefur mótað okkur. Hvernig aðstæður og orka hefur áhrif á okkur, hvaðan hegðunar mynstrin koma, hvað það raunverulega er að lifa með opið hjarta og hvernig við höldum því svoleiðis.  

Yfir þennan tíma færð þú tækifæri til að opna þig, muna hver þú ert og hvað í þér býr. Náttúran á Íslandi er mögnuð og einstök. Þegar við erum tilbúin að hlusta, sjá og elska hana opnar hún sig og fáum við að sjá hver við erum í gegnum hana.

UPPSETNING

ÆVINTÝRI Á ÞINGVÖLLUM
LAUGARDAGINN 11. MAÍ KL. 12 - 19

Hittumst á Þingvöllum þar sem við byrjum í cacao athöfn í náttúrunni á leyndum stað. Drekkum frá helgum vatnsuppsprettum, böðum okkur jafnvel í kristalstæru vatninu og endum daginn í Fontana Spa og heitri súpu.

Kl. 12 hittumst við í ELDATHÖFN við Þingvallarhofið

*Það tekur um 40 min að keyra frá bænum

Hér munum við deila ceremonial cacao, opna ævintýrið og tengja hópinn.

Ég leiði öndunaræfingar, djúpa hugleiðslu og tónheilun

Kl. 14 höldum við af stað í meira ævintýri

Heimsækjum leyndar perlur inní Þjóðgarðinum

Tímaleysi, tenging, vatn, jörð

Kl. 16 Næring í náttúrunni

Heilnæmar samlokur og létt súpa

Kl. 16:30 FONTANA SPA á Laugarvatni

Ljúkum deginum hér þar sem við krystöllum daginn í heitu og köldu.

Kl. 18:30 Heimför / Heimkoma um 20 leytið.

Verðskalinn fyrir daginn á ÞINGVÖLLUM er 15.000 - 20.000 kr.

Þú velur hvað þú borgar. Minnsta sem ég byð um er 15.000 kr.

Inní þessu er :

  •  6-8 klst. dags athöfn og ævintýri

  •  Leiðsögn og utanumhald

  •  Ceremonial Cacao

  •  Næring

  • Eldiviður

  •  Fontana Spa

ÆVINTÝRI Á ÞINGVÖLLUM
LAUGARDAGINN 8. JÚNÍ KL. 11 - 18

Hittumst í Hvalfirði og heimsækjum fossadal á geymdum stað þar sem við byrjum í cacao athöfn í náttúrunni. Höldum svo áfram inní enn meira ævintýr þar sem við leikum við náttúruna, böðum okkur í fuulllt af fossum og leikum í tímaleysi. Endum saman við varðeld og nærumst saman á heitri súpu og brauði.

** meiri upplýsingar þegar nær dregur

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þig sem : 

  • Vilt dýpka samband þitt við móður náttúru

  • Vilt opna hjartað dýpra og lifa frjáls frá takmörkum hugans

  • Vilt finna fyrir öryggi og trausti í náttúrunni

  • Vilt kveikja á lífskraftinum og leikgleðinni

  • Vilt finna öryggi, traust og vissu í lífsins óvissu ævintýrum

  • Vilt tengjast æðri mætti og hækka orkuna þína

  • Vilt tengjast cacao plöntunni dýpra og læra meira um athafnir og bænir

CEREMONIAL CACAO

Er mögnuð planta sem aðstoðar okkur að koma í tæra tengingu og hlustun á hjartað.

Hvort sem þú þekkir cacao eða ekki er þetta einstakt tækifæri til að kynnast Cacao enn betur og hvernig þú getur unnið með þeirri plöntu á þínu ferðalagi í hjartað þitt.

Ceremonial Cacao hefur verið mikilvægur kennari fyrir mig á minni leið heim í hjartað. Ég hef verið lánsöm um að fá að ferðast til Guatemala síðustu 3 ár að tengjast henni betur og verið að leiða athafnir og námskeið með þessari plöntu síðan 2020.

Til að lesa meira um Cacao HÉR

“Þetta námskeið er enn að ná til mín, því þetta voru ekki bara upplýsingar heldur vann það á breytingum innra með manni. Kennarinn fróðlegur enn um leið sönn i því sem hún gerir. Æfingarnar höfðu djúp og góð áhrif og er ómetanlegt að hafa þær á upptöku áfram. Ég hef farið á mörg námskeið sem margt gleymist eftir á enn mér þykir eins og einhver breyting hafi náðst eða a.m.k vöxtur sem var mjög áhugaverður, frelsandi og góður.”

Ollý Aðalgeirs, frá Kvennakakó netnámskeiði

Það sem þú getur búist við

  • Að upplifa hvað það er að vera með opið hjarta

  • Að læra og fá innsýn í hvað veldur því að við lokum hjartanu

  • Að læra hvernig þú heldur hjartanu opnu og hvernig það hefur áhrif á líf okkar og tengingar

  • Að verða meðvituð/aður fyrir haftrandi og takmarkandi mystrum í sjálfum þér og hvernig þú breytir mynstinu

  • Að finna innra barnið þitt koma fram og opna fyrir meiri leikgleði og ljós

  • Hvernig náttúran getur hjálpað þér á þínu heilunarferðalagi

Heiðrún María

PLÖNTUKENNARI, JÓGI, NÁTTÚRUBARN, ORKUHEILARI

Ég ólst upp sem borgarbarn, náttúran sem ég hafði aðgengi að var kópavogsdalurinn og bakgarðurinn. Ég hef alltaf heillast og dregist að náttúrulega heiminum og í dag vil ég helst vera úti alltaf.

Ég skapa þetta námskeið með þann ásetning að bjóða uppá vettvang fyrir aðra að tengjast náttúrunni uppá nýtt. Með náttúrunni hef ég fundið minn dýpsta sannleika og spegil.

Margir skjólstæðingar sem ég vinn með koma til að dýpka tenginguna við sjálfan sig og helst það oftast í hendur með tengingarrof við náttúruna og æðri mátt. Það að næra sambandið okkar við náttúruna hjálpar okkur að næra sambandið við okkur sjálf. Náttúran er heilandi og hefur verið minn stærsti heilari. Að elska hana kennir mér að elska mig, að hlusta á náttúruna kennir mér að hlusta á mína eigin náttúru.

Sjálfsvinnan mín hófst snemma. Ég upplifði mig sem mikla tilfinningaveru og næm sem barn, mér fannst ég hvergi eiga heima og skildi ekkert hvað ég væri að gera hér í þessu lífi með þessa djúpu skynjun. Ég þróaði með mér ýmsa líkamlega og hugræna kvilla út frá þessari næmni sem ég kunni ekki að beisla (astmi, þunglyndi, kvíði, stanslausa höfuðverki, blóð sjúkdóm og magavandamál). Frá áratugum af sjálfsvinnu hef ég fundið mitt jafnvægi í gegnum hópopata, jóga, öndun, hugleiðslu, ceremonial cacao athafnir og orkuheilun til að nefna sumt. 

Ég hef ferðast heiminn til að læra með ýmsum kennurum og meisturum um jóga, qi gong, orku heilun (empath training, emotion code), heilög plöntu meðal (ceremonial grade cacao), tónheilun og öndun. 

Síðan árið 2018 hef ég verið að kenna og halda viðburði, námskeið og náttúru retreat fyrir aðra að finna sinn farveg inn í jafnvægi og tengingu við líkama, huga og hjarta. Ég sérhæfi mig í hjartaopnun fyrst og fremst. Ég býð uppá orkuheilun (Emotion Code) og einkatíma í að opna fyrir tengingu, að læra að vinna með tilfinningarnar, efla innra barnið og vakna til lífsins.

“Þetta er svo mikið meira en námskeið, þetta er yndisleg stund þar sem ég fékk tækifæri til að kynnast mínu innra sjálfi. Heiðrúnu hefur tekist með hugljúfum hætti að skapa rými þar sem allt tilfinningarófið fær að njóta sín og minn innri styrkur fékk byr undir báða vængi. Ég get ekki þakkað Heiðrúnu nægilega mikið fyrir þessa vegferð, hlakka til að koma á næsta námskeið.”

Umsögn frá kvennakakó námskeiði

  • 2 x dags úti ævintýr um 6-8 klst.

  • Laugardaginn 11. maí kl. 11 - 17
    Laugardaginn 8. júní kl. 11 - 17

  • VERÐ BÆÐI SKIPTI 30.000 - 40.000 kr.

    * þú velur hvað þú borgar frá 30.000 kr.

  • VERÐ ANNAÐ SKIPTIÐ 15.000 - 20.000 kr.

    * þú velur hvað þú borgar frá 15.000 kr.


    hægt að athuga á stéttarfélagi með niðurgreiðslu

Praktísk atriði


INNIFALIÐ

  • 2 x 6-8 klst. heils dags óvissu ævintýr & athöfn utandyra Ceremonial Cacao athöfn í hverri stund

  • Leiðsögn, kennsla og utanumhald

  • Létt súpa og heilnæm samloka

  • Eldiviður

  • Öll afþreying

Ekki innifalið : Að koma sér á milli staða, við munum sameina okkur í bíla.

Náttúran er hér fyrir þig, heilög og hrein orkulind og kennari.

“Innsæið, tólin sem hægt er að leita til. En fyrst og fremst minna mig á vikulega að það er hægt að gjörbreyta hugsunarhættinum með því að kafa dýpra og kúpla sig út. Lærði helling um kakóið og hlakka til að leika mér meira með það. Kraftur í fallegum hópi af sterkum og einlægum konum, þvílíkt juicy empowering rými. Svo margt, gæti haldið áfram”

Umsögn frá Kvennakakó námskeiði í Sólum jógastúdíó

Spurningar fyrir skráningu?